Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2015 19:31 Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga. Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira