Erlent

Ástralskir öfgamenn missi ríkisborgararéttinn

Atli ísleifsson skrifar
Fulltrúar ástralskra yfirvalda hafa varað við að landinu stafi nú aukin hætta af íslömskum öfgamönnum.
Fulltrúar ástralskra yfirvalda hafa varað við að landinu stafi nú aukin hætta af íslömskum öfgamönnum. Vísir/AFP
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, vill herða lög um ríkisborgararétt þannig að þeir sem tengjast hryðjuverkasamtökum eða dreifi hatursáróðri missi ástralskan ríkisborgararétt sinn.

Í frétt BBC kemur fram að Abbott vilji að þeir sem hafi tvöfaldan ríkisborgararétt og tengjast hryðjuverkasamtökum missi ríkisborgararéttinn. Þá geti fólk sem fætt er í Ástralíu misst réttindi sín gerist þeir brotlegir við hryðjuverkalög.

Fulltrúar ástralskra yfirvalda hafa varað við að landinu stafi nú aukin hætta af íslömskum öfgamönnum, en áætlað er að fleiri tugir ástralskra ríkisborgara hafi gengið til liðs við ISIS í Sýrlandi og Írak. Hafa menn sérstakar áhyggjur af þeim liðsmönnum ISIS sem snúa aftur til Ástralíu eftir að hafa barist í Sýrlandi og Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×