Þarf að baða sig daglega? sigga dögg skrifar 24. febrúar 2015 11:00 Hversu oft ferð þú í sturtu? Vísir/Getty Snyrtivörufyrirtækið Flint + Flint gerði könnun meðal breskra kvenna á aldrinum 18 ára til 50 ára um baðvenjur þeirra. Meirihluti breskra kvenna segist ekki baða sig daglega og þriðjungur segist geta sleppt sturtu í þrjá daga. Breska blaðið The Telegraph gerði frétt um þessa könnun þar sem tekið er fram að aðeins 21% kvenna gefa sér tíma til að baða sig daglega. Þar er því slegið fram sem sjokkerandi leti og sinnuleysi þessara ágætu kvenna, það að nenna ekki að þvo sér daglega sé slæmt fyrir heilsu þeirra sjálfra og annarra. Það er misjafnt milli landa hversu oft fólk baðar sig en áhugavert er að fólk sturtar sig ekki alltaf með sápu. Sé þetta mál kannað nánar þá er það alls ekki gott fyrir húðina að fara of oft í sturtu. Þá á alls ekki að baða ung börn daglega því þau þurfa að mynda ónæmi gegn bakteríum. Það gæti skipt meira máli fyrir líkamslykt og óhreinindi að skipta oftar um fatnað sem er skítugur frekar en að fara í sturtu og fara svo í óhrein föt. Þá er rétt að taka fram að alltaf skal þvo hendur eftir salernisferðir.Nokkur ráð fyrir vel lukkaða böðun: - Þurrskrúbbaðu húðina. Notaðu grófan þvottapoka eða bursta og skrúbbaðu húðina áður en ferð í sturtu, það kemur blóðflæðinu af stað. - Of heitt vatn getur þurrkað upp húðina og því er gott að miða við um 37 gráðu heitt vatn - Ekki hafa sturtuna of langa því það þurrkar húðina - Sápur geta þurrkað húðina og það þarf ekki að nota sápu í hvert sinn sem þú baðar þig. Ef þú vilt nota sápu þá getur verið gott að nota rakagefandi sápu eða forðast kemísk efni og búa til sína eigin sápu - Eftir bað er best að leyfa líkamanum að þorna án þess að þurrka með handklæði en ef þú notar handklæði þá er gott að fara ekki of hörðum höndum um líkamann með handklæðinu heldur rétt þurrka bleytuna varlega (upp á að vernda húðina) - Það er nóg að fara í sturtu annan hvern dag Heilsa Tengdar fréttir Pissað í sturtu Hefur þú pissað í sturtu? Ekki? Það er lífsins nauðsyn að þú lesir áfram. 6. janúar 2015 14:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Snyrtivörufyrirtækið Flint + Flint gerði könnun meðal breskra kvenna á aldrinum 18 ára til 50 ára um baðvenjur þeirra. Meirihluti breskra kvenna segist ekki baða sig daglega og þriðjungur segist geta sleppt sturtu í þrjá daga. Breska blaðið The Telegraph gerði frétt um þessa könnun þar sem tekið er fram að aðeins 21% kvenna gefa sér tíma til að baða sig daglega. Þar er því slegið fram sem sjokkerandi leti og sinnuleysi þessara ágætu kvenna, það að nenna ekki að þvo sér daglega sé slæmt fyrir heilsu þeirra sjálfra og annarra. Það er misjafnt milli landa hversu oft fólk baðar sig en áhugavert er að fólk sturtar sig ekki alltaf með sápu. Sé þetta mál kannað nánar þá er það alls ekki gott fyrir húðina að fara of oft í sturtu. Þá á alls ekki að baða ung börn daglega því þau þurfa að mynda ónæmi gegn bakteríum. Það gæti skipt meira máli fyrir líkamslykt og óhreinindi að skipta oftar um fatnað sem er skítugur frekar en að fara í sturtu og fara svo í óhrein föt. Þá er rétt að taka fram að alltaf skal þvo hendur eftir salernisferðir.Nokkur ráð fyrir vel lukkaða böðun: - Þurrskrúbbaðu húðina. Notaðu grófan þvottapoka eða bursta og skrúbbaðu húðina áður en ferð í sturtu, það kemur blóðflæðinu af stað. - Of heitt vatn getur þurrkað upp húðina og því er gott að miða við um 37 gráðu heitt vatn - Ekki hafa sturtuna of langa því það þurrkar húðina - Sápur geta þurrkað húðina og það þarf ekki að nota sápu í hvert sinn sem þú baðar þig. Ef þú vilt nota sápu þá getur verið gott að nota rakagefandi sápu eða forðast kemísk efni og búa til sína eigin sápu - Eftir bað er best að leyfa líkamanum að þorna án þess að þurrka með handklæði en ef þú notar handklæði þá er gott að fara ekki of hörðum höndum um líkamann með handklæðinu heldur rétt þurrka bleytuna varlega (upp á að vernda húðina) - Það er nóg að fara í sturtu annan hvern dag
Heilsa Tengdar fréttir Pissað í sturtu Hefur þú pissað í sturtu? Ekki? Það er lífsins nauðsyn að þú lesir áfram. 6. janúar 2015 14:00 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Lífið samstarf „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist
Pissað í sturtu Hefur þú pissað í sturtu? Ekki? Það er lífsins nauðsyn að þú lesir áfram. 6. janúar 2015 14:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp