Innlent

Stormur á öllu landinu á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á morgun gengur suðaustan og austan 20-28 m/s S- og V-lands með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst.
Á morgun gengur suðaustan og austan 20-28 m/s S- og V-lands með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst. Vísir/Pjetur
Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en búist er við stormi eða roki á landinu á morgun. Meðalvindur á landinu gæti farið upp í 28 metra á sekúndu.

Í dag er útlit fyrir tiltölulega rólegt veður, minnkandi norðaustlæga átt, 5-13 m/s síðdegis. Él eða dálítil snjókoma í flestum landshlutum. Frost 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan.

Á morgun gengur suðaustan og austan 20-28 m/s S- og V-lands með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu syðst. Hægari og úrkomulítið á N- og A-landi, en hvessir einnig þar síðdegis með ofankomu. Vægt frost á morgun, en hiti um eða yfir frostmarki S-til seinnipartinn.

Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags dregur verulega úr vindi og úrkomu á landinu. Þó má reikna með að áfram verði hvasst og snjókoma á Vestfjörðum og gæti gengið í norðan ofsaveður þar á fimmtudagsmorgun með talsverðri ofankomu.

Í athugasemd frá veðurfræðingi segir að búast megi við samgöngutruflunum á landinu á morgun, fyrst um landið sunnan- og vestanvert.

Spá fyrir vind kl. 17 miðvikudaginn 25. febrúar. Rauðir og gulbrúnir litir tákna hættulegasta vindinn. Vindaspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu. Spáin uppfærist fjórum sinnum á sólarhring.mynd/veðurstofa íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×