Körfubolti

Curry öflugur í endurkomunni | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Curry var öflugur í nótt.
Curry var öflugur í nótt. Vísir/AP
Golden State komst aftur á sigurbraut er liðið hafði betur gegn Washington í nótt, 114-107, og er því enn með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni.

Curry missti af tapinu gegn Indiana á sunnudagskvöld vegna smávægilegra meiðsla en spilaði í 34 mínútur í nótt og skoraði 32 stig. Hann setti niður fimm þrista í leiknum í níu tilraunum.

Klay Thompson skoraði sautján stig fyrir Golden State og Marreese Speights sextán. Liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en Washington hefur tapað níu af síðust ellefu leikjum sínum.

Cleveland vann Detroit, 102-93, þar sem Kevin Love bætti persónulegt met með því að skora átta þriggja stiga körfur. Hann skoraði 24 stig í leiknum en LeBron James var með nítján stig og ellefu fráköst.

Oklahoma City vann Indiana, 105-92. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu - 20 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar en þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og þriðja þrefalda tvenna Westbrook á tímabilinu.

Dallas vann Toronto, 99-92, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Monta Ellis var með 20 stig og Dirk Nowitzky átján. Dallas er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Washington - Golden State 107-114

Detroit - Cleveland 93-102

Oklhoma City - Indiana 105-92

Dallas - Toronto 99-92

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×