Körfubolti

Sigur í endurkomu Garnett | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Garnett, til hægri, með Kevin Martin í leiknum í nótt.
Kevin Garnett, til hægri, með Kevin Martin í leiknum í nótt. Vísir/AP
Kevin Garnett spilaði í nótt sinn fyrsta leik fyrir Minnesota Timberwolves síðan 2007 er liðið vann Washington, 97-77, í NBA-deildinni.

Félagaskipti Garnett gengu í gegn rétt áður en félagaskiptaglugganum var lokað á dögunum en Garnett er mikil hetja þar í borg eftir að hafa spilað þar fyrstu tólf ár ferilsins. Viðbrögð heimamanna má sjá hér neðst í fréttinni.

Hann skoraði fimm stig í leiknum í nótt og tók átta fráköst en stigahæstur var Kevin Martin með 28 stig. Marcin Gortat skoraði níu stig og var með fimmtán fráköst þar að auki fyrir Wasington.

Washington hefur nú tapað fimm leikjum í röð og tíu af síðustu tólf leikjum sínum. Liðið er engu að síður í fimmta sæti austurdeildarinnar en Minnesota er í neðsta sæti vesturdeildarinnar.

Miami vann Orlando, 93-90, í framlengdum slag Flórída-liðanna. Orlando var með leikinn í höndum sér en Miami vann upp átta stiga forystu á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Luol Deng var með 21 stig og Dwayne Wade átján fyrir Miami sem hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum, allt síðan að Miami missti Chris Bosh sem greindist með blóðtappa í lunga.

Houston vann LA Clippers, 110-105. James Harden var með 21 stig og Corey Brewer tólf.

Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan.

Úrslit næturinnar:

Orlando - Miami 90-93

Atlanta - Dallas 104-87

Boston - New York 115-94

Chicago - Charlotte 86-98

Houston - LA Clippers 110-105

Milwaukee - Philadelphia 104-88

Minnesota - Washington 97-77

New Orleans - Brooklyn 102-96

Denver - Phoenix 96-110

Utah - LA Lakers 97-100

Sacramento - Memphis 102-90

Portland - San Antonio 111-95

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×