Fótbolti

Suarez illur út í enska fjölmiðla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Luis Suarez segir ekkert hæft í þeim ásökunum að hann hafi bitið Martin Demichelis í leik Barcelona og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur staðfest að ekkert verði gert vegna málsins enda ekkert sem sýnir að Suarez hafi brotið af sér.

Sjálfur sagði Suarez um málið að hann hafi ekkert rangt gert. „Hann [Demichelis] setti höndina á hálsinn minn,“ sagði hann í viðtali við útvarpsstöð í Úrúgvæ.

„Ég skil ekki enska fjölmiðla og af hverju þeir eru að standa í þessu. Þeirra eini tilgangur er að skapa vandræði,“ sagði hann.

„Þeir hljóta að vera í sárum eftir það sem ég gerði þeim á HM í sumar. En þeir gleyma því að ég spilaði í Englandi og þeir ættu að sýna mér einhverja virðingu.“

Suarez tók út fjögurra mánaða bann á síðasta ári eftir að hafa bitið Ítalann Giorgio Chiellini á HM síðastliðið sumar.


Tengdar fréttir

Suarez afgreiddi Man. City | Sjáðu mörkin

Barcelona er í frábærri stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 1-2 útisigur á Man. City í fyrri leik liðanna. Barca hefði átt að vinna 1-3 en sjálfur Lionel Messi gerði sig sekan um ótrúleg mistök í uppbótartíma.

Suarez snýr aftur til Englands

Man. City og Barcelona mætast á sama stað í Meistaradeildinni og fyrir ári síðan. City á harma að hefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×