Innlent

Vélsleðamaður kom af stað 100 tonna snjóflóði í Bláfjöllum

Birgir Olgeirsson skrifar
Flóðið féll í Eldborgargili nærri skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Flóðið féll í Eldborgargili nærri skíðasvæðinu í Bláfjöllum.
Þurrt flekahlaup varð í Eldborgargili í Bláfjöllum, nærri skíðasvæðinu, fyrr í dag. Flóðið var af mannavöldum en inni á ofanflóðasíðu Veðurstofu Íslands kemur fram að maður á vélsleða setti flóðið af stað en hann náði að keyra undan flóðinu.

Snjóflóðið var að stærðinni 2,5 en samkvæmt flokkunarkerfi Veðurstofu Íslands getur snjóflóð að stærð 2 grafið mann og er massi þess hundrað tonn. Snjóflóð að stærð þremur getur grafið og eyðilagt fólksbíl, grafið vörubíl, skemmt hús eða eyðilagt minni byggð og er massi þess sagður 1000 tonn inni á snjóflóðavef Veðurstofu Íslands.

Varasöm snjóalög eru á suðvesturlandi og eru fjallaferðamenn á þeim slóðum  beðnir um að fara varlega, sér í lagi í hlíðum mót vestri og norðri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×