Erlent

Fordæmir eyðileggingu ISIS á fornminjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Irina Bokova, yfirmaður UNESCO.
Irina Bokova, yfirmaður UNESCO. Vísir/AFP/EPA
„Ég er mjög hneyksluð á birtingu myndbands sem sýnir eyðileggingu styttna og aðra muna í safninu í Mosul. Ég fordæmi þessa vísvitandi árás á þúsunda ára gamla sögu Írak og menningu.“ Þetta segir Irina Bokova, yfirmaður UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, í tilkynningu á vef stofnunarinnar.



Hún hefur beðið um að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi um málið og vernd menningararfleifðar Írak.

Sjá einnig: ISIS-liðar eyðileggja 3.000 ára gamla fornmuni

Vígamenn Íslamska ríkisins notuðu sleggjur og höggbora til að eyðileggja styttur á safninu í Mosul í Írak, sem voru allt að þrjú þúsund ára gamlar.

„Kerfisbundin eyðilegging helgimynda ríkrar sögu Írak sem við höfum orðið vitni að á síðustu mánuðum er óásættanleg og verður að stöðva strax.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×