Þessar heilsuvörur innihalda meiri sykur en þig grunar Rikka skrifar 10. febrúar 2015 14:00 Granóla með grísku jógúrti og ferskum ávöxtum er tilvalinn morgunverður en lestu vel á pakkningarnar þegar þú velur þér granóla. visir/getty Þrátt fyrir vandað val á matvörum og meðvitund um minni sykurneyslu eru samt sem áður matvörur í boði sem innihalda miklu meiri sykur en okkur grunaði. Landlæknir opnaði nýlega frábæra heimasíðu með upplýsingum um sykurmagn í hinum ýmsu matvörum og á hrós skilið fyrir þetta framlag til baráttunnar gegn sykurpúkanum. Þrátt fyrir að nánast ómögulegt sé að sneiða algerlega hjá sykri með eðlilegu mataræði þá er ágætt að vera með viðmið og vitneskju um það að þó að vara sé „holl" þá er hún langt frá því að vera sykurlaus. Í eftirfarandi vörum er oft á tíðum meiri sykurmagn í en grunur leikur á í fyrstu:Jógúrt og skyrJá, það hefur verið margrætt um sykurmagnið í þessum vörum. Þetta er vara sem við gefum börnunum okkar með góðri samvisku og borðum flestöll sjálf reglulega. Margar mjólkurvörur innihalda miklu meira viðbætt sykurmagn en góðu hófi gegnir.Granóla Granóla með grísku jógúrti og ferskum ávöxtum er tilvalinn morgunverður en lestu vel á pakkningarnar þegar þú velur þér granóla. Sum þeirra eru með allt of miklum viðbættum sykri. Best er að sjálfsögðu að búa til sitt eigið granóla.ÍþróttadrykkurÞá erum við ekki að tala um orkudrykki heldur drykki sem seldir eru til nota á íþróttaviðburðum og við iðkun. Vatn er meira en nóg þegar kemur að líkamsrækt venjulegrar manneskju. Afreksfólk í íþróttum þarf frekar að huga að mataræðinu almennt og getur þá verið að íþróttadrykkur eigi við. Hér er uppskrift af heimatilbúnum og hollari íþróttadrykk.SalatSalatið sjálf er að sjálfsögðu bráðhollt fyrir þig og því fjölbreyttara því betra. Salatdressingar eru aftur á móti annað mál og þá sérstaklega þessar fitusnauðu. Allra best er að búa til sína eigin salatdressingu. Hér er uppskrift. TómatssósaJá, því miður. Tómatssósa er fátt annað en sykur. Ein matskeið af sósunni inniheldur eina teskeið af sykri. Heilsa Tengdar fréttir Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35 Matvörur fyrir börn oft óæskilegar Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar í samstarfi við Tannlæknafélag Ísland og þetta árið er hún helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu Sjaldan sætindi og í litlu magni. 3. febrúar 2015 07:45 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þrátt fyrir vandað val á matvörum og meðvitund um minni sykurneyslu eru samt sem áður matvörur í boði sem innihalda miklu meiri sykur en okkur grunaði. Landlæknir opnaði nýlega frábæra heimasíðu með upplýsingum um sykurmagn í hinum ýmsu matvörum og á hrós skilið fyrir þetta framlag til baráttunnar gegn sykurpúkanum. Þrátt fyrir að nánast ómögulegt sé að sneiða algerlega hjá sykri með eðlilegu mataræði þá er ágætt að vera með viðmið og vitneskju um það að þó að vara sé „holl" þá er hún langt frá því að vera sykurlaus. Í eftirfarandi vörum er oft á tíðum meiri sykurmagn í en grunur leikur á í fyrstu:Jógúrt og skyrJá, það hefur verið margrætt um sykurmagnið í þessum vörum. Þetta er vara sem við gefum börnunum okkar með góðri samvisku og borðum flestöll sjálf reglulega. Margar mjólkurvörur innihalda miklu meira viðbætt sykurmagn en góðu hófi gegnir.Granóla Granóla með grísku jógúrti og ferskum ávöxtum er tilvalinn morgunverður en lestu vel á pakkningarnar þegar þú velur þér granóla. Sum þeirra eru með allt of miklum viðbættum sykri. Best er að sjálfsögðu að búa til sitt eigið granóla.ÍþróttadrykkurÞá erum við ekki að tala um orkudrykki heldur drykki sem seldir eru til nota á íþróttaviðburðum og við iðkun. Vatn er meira en nóg þegar kemur að líkamsrækt venjulegrar manneskju. Afreksfólk í íþróttum þarf frekar að huga að mataræðinu almennt og getur þá verið að íþróttadrykkur eigi við. Hér er uppskrift af heimatilbúnum og hollari íþróttadrykk.SalatSalatið sjálf er að sjálfsögðu bráðhollt fyrir þig og því fjölbreyttara því betra. Salatdressingar eru aftur á móti annað mál og þá sérstaklega þessar fitusnauðu. Allra best er að búa til sína eigin salatdressingu. Hér er uppskrift. TómatssósaJá, því miður. Tómatssósa er fátt annað en sykur. Ein matskeið af sósunni inniheldur eina teskeið af sykri.
Heilsa Tengdar fréttir Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35 Matvörur fyrir börn oft óæskilegar Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar í samstarfi við Tannlæknafélag Ísland og þetta árið er hún helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu Sjaldan sætindi og í litlu magni. 3. febrúar 2015 07:45 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Sjáðu viðbætta sykurinn í matnum þínum Landlæknisembættið með nýjan vef sem sýnir magn viðbætts sykurs í matvælum á myndrænan hátt. 2. febrúar 2015 14:35
Matvörur fyrir börn oft óæskilegar Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til 7. febrúar í samstarfi við Tannlæknafélag Ísland og þetta árið er hún helguð því að kynna landsmönnum mikilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu Sjaldan sætindi og í litlu magni. 3. febrúar 2015 07:45