Léttir sprettir - Morgunmatur og eftirréttur í sama glasi Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar 13. mars 2014 12:26 Rikka útbýr girnilegt og einfalt granóla morgunkorn og bláberjamauk sem borið er fram með grísku jógúrti og tilvalið sem morgunmatur og jafnvel sem eftirréttur. Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjum 90 g haframjöl 30 g kókosmjöl 30 g pekanhnetur 30 g macadamiuhnetur 20 g ristuð og söltuð sólblómafræ 2 msk rúsínur 3/4 tsk kanill 1/4 tsk sjávarsalt 100 g hunang 1 1/2 msk ólífuolía 1 tsk heitt vatn Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, blandið vel saman. Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mínútna fresti. Kælið og berið fram með grísku jógúrti og bláberjamauki Bláberjamauk 200 g fersk bláber 100 ml Acai berjasafi 6 dropar Jarðarberja Via Health stevía 1 tsk sítrónusafiSetjið allt saman í pott og látið malla þar í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með granóla og grísku jógúrti. Þetta mauk er líka tilvalið með amerískum pönnukökum. Þessa uppskrift sem og fleiri er hægt að finna á Facebook-síðu þáttarins. Eftirréttir Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Rikka útbýr girnilegt og einfalt granóla morgunkorn og bláberjamauk sem borið er fram með grísku jógúrti og tilvalið sem morgunmatur og jafnvel sem eftirréttur. Heimatilbúið granóla með grísku jógúrti og bláberjum 90 g haframjöl 30 g kókosmjöl 30 g pekanhnetur 30 g macadamiuhnetur 20 g ristuð og söltuð sólblómafræ 2 msk rúsínur 3/4 tsk kanill 1/4 tsk sjávarsalt 100 g hunang 1 1/2 msk ólífuolía 1 tsk heitt vatn Hitið ofninn í 120°C. Setjið þurrefnin saman í skál og blandið saman. Blandið hunanginu saman við olíuna og vatnið og hellið saman við þurrefnin, blandið vel saman. Smyrjið deiginu á pappírsklædda ofnplötu og bakið í klukkustund. Hrærið í deiginu á 20 mínútna fresti. Kælið og berið fram með grísku jógúrti og bláberjamauki Bláberjamauk 200 g fersk bláber 100 ml Acai berjasafi 6 dropar Jarðarberja Via Health stevía 1 tsk sítrónusafiSetjið allt saman í pott og látið malla þar í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með granóla og grísku jógúrti. Þetta mauk er líka tilvalið með amerískum pönnukökum. Þessa uppskrift sem og fleiri er hægt að finna á Facebook-síðu þáttarins.
Eftirréttir Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira