Fékk húðflúr með „Valhallar-rúnum“ sem enginn getur lesið úr Bjarki Ármannsson skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Þessi tákn prýða handlegg Hauks Unnars. Mynd/Vísindavefur HÍ „Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“ Sónar Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
„Getið þið greint þessar rúnir sem ég lét tattúvera á mig?“ Þannig hljómar spurning sem Haukur Unnar Þorkelsson beinir til Vísindavefsins í gær. Haukur lætur fylgja með mynd af rúnum sem hann lét húðflúra á handlegg sinn en hann segir húðflúrarann hafa kallað rúnirnar „Valhallar-rúnir.“ Leit að því heiti skilar engri skilgreiningu á Google og Þórgunnur Snædal rúnafræðingur á bágt með að lesa úr táknunum sem prýða handlegg Hauks. „Auðvelt er að segja að þetta eru ekki eiginlegar rúnir,“ skrifar Þórgunnur. „Erfiðara er að vita hvert þessi tákn hafa verið sótt. Líklega er best að spyrja þann sem gerði tattúveringuna hvar hann hafi fengið þessi tákn, sem ekki eru læsilegar rúnir, nema þá sem grunnhugmynd um hvernig rúnir líta út.“Í samtali við Pressuna segist Haukur hafa fengið húðflúrið til að heiðra son sinn en hann hafi síðar grennslast fyrir og ekki fundið neitt um þessi dularfullu tákn. Kveðst hann ósáttur með þetta og telji sig hafa verið svikinn, enda hljóti það að kosta sitt að lagfæra eða fjarlægja táknin. Þá segir húðflúrarinn sem gerði verkið Pressunni að honum þyki þetta leitt og að hann vilji endilega reyna að bæta Hauki þetta á einhvern hátt. „Ég fékk þessar rúnir í hendurnar fyrir mörgum árum hjá gullsmiði sem þá var á Laugaveginum,“ segir húðflúrarinn. „Hann var að smíða hálsmen með rúnum og sagði að þetta væru töfrarúnir. Sagði að þær væru íslenskar og ég tók hann því miður trúanlegan.“
Sónar Mest lesið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira