Handbolti

Aron Rafn lokaði markinu í sigri Guif

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson.
Aron Rafn Eðvarðsson. Vísir/Epa
Landsliðsmarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson átti flottan leik með Eskilstuna Guif í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Eskilstuna Guif vann þá sex marka útisigur á Önnereds HK, 21-15, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 9-8.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 14 skot í leiknum eða 56 prósent skotanna sem komu á hann. Hann var öðrum fremur besti maður vallarins í kvöld.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Eskilstuna Guif eru áfram í öðru sæti í deildinni en Kristianstad-liðið er með örugga forystu á toppnum.

Aron Rafn gjörsamlega lokaði markinu í upphafi seinni hálfleiksins og mótherjarnir í Önnered náði aðeins að skora eitt mark á fyrstu fimmtán mínútum hálfleiksins.

Aron Rafn var þá búinn að verja 13 af 21 skoti sem höfðu komið á hann þar af eitt víti en þetta gerir 62 prósent markvörslu.

Það gekk ekki eins vel hjá Atla Ævari Ingólfssyni sem náði aðeins að nýta eitt af fjórum skotum sínum á línunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×