Innlent

Mikil hálka eða hálkublettir á öllu landinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hálkublettir, hálka eða snjóþekja og éljagangur er á Norðurlandi.
Hálkublettir, hálka eða snjóþekja og éljagangur er á Norðurlandi. Vísir/GVA
Mikil hálka er á landinu og þurfa ökumenn sem og fótgangandi að fara varlega.

Hálkublettir er á Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Þæfingsfærð er á Mosfellsheiði. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka. Þæfingsfærð er í Svínadal.

Hálkublettir, hálka eða snjóþekja og éljagangur er á Norðurlandi. Þæfingsfærð og éljagangur er á Þverárfjalli.

Á Austurlandi er víða greiðfært en þó eru enn hálkublettir á stöku stað.

Hálka og hálkublettir eru syðst á Suðausturlandi.

Veðurhorfur á landinu næsta sólahring: Breytileg átt 3-10 m/s og lítilsháttar él með NA-ströndinni, annars úrkomulítið. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi austanátt S- og SA-lands síðdegis og þykknar upp, austan 15-20 allra syðst seint í kvöld og snjókoma, en 20-25 og hlýnar með S-ströndinni undir morgun, annars austlæg átt 8-15 m/s.

Dregur úr vindi þegar líður á morgundaginn, austan 8-15 og snjókoma eða slydda eftir hádegi, en hægari og úrkomulítið NV- og V-lands. Hlýnandi veður, hiti um og undir frostmarki víðast hvar á morgun, en hiti 0 til 5 stig allra syðst eftir hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×