1.250 hestafla Nissan í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 15:33 Le Mans bíllinn hefur fengið nafnið Nissan GT-R LM Nismo. Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent
Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent