1.250 hestafla Nissan í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 12. febrúar 2015 15:33 Le Mans bíllinn hefur fengið nafnið Nissan GT-R LM Nismo. Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent
Nissan ætlar að mæta í þolaksturskeppnina í Le Mans í ár með þennan 1.250 hestafla kraftaköggul sem fær bæði afl frá brunavél og rafmótorum. Með honum er meiningin að keppa fyrir alvöru um toppsætið gegn sigursælum liðum Audi, Porsche og Toyota. Það undarlegasta við þennan bíl er líklega það að hann er framhjóladrifinn. Það verða engir aukvisar sem aka eiga þessum bíl í Le Mans, en meðal þeirra er Marc Gené, en hann hefur einmitt unnið keppnina í Le Mans. Einnig verður Tsuigio Matsuda, sem þekktur er úr Super GT kappakstrinum, meðal ökumanna, sem og Michael Krumm, Lucas Ordónez og Jann Mardenborough. Þeir tveir síðastnefndu hafa náð ágætum árangri í kappakstri eftir miklar æfingar í bílatölvuleikjum. Forvitnilegt verður að sjá árangur þeirra á þessum skrítna bíl.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent