Innlent

Spá fárviðri á Suðurlandi í nótt

Atli Ísleifsson skrifar
Fólk er hvatt til að halda sig innandyra í Mýrdal, Öræfasveit og undir Eyjafjöllum.
Fólk er hvatt til að halda sig innandyra í Mýrdal, Öræfasveit og undir Eyjafjöllum. Vísir/Vilhelm
Veðurstofan spáir stormi úr austri með suðurströndinni og að í Öræfasveit megi gera ráð fyrir hviðum 35 til 45 metra á sekúndu seint í nótt. Í tilkynningu segir að hið sama eigi við um Mýrdal og austantil undir Eyjafjöllum. Þó snjói ekki að ráði suðaustanlands fyrr en kemur fram á morguninn.

Færð og aðstæður

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi.

„Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á stöku stað.

Á Austur- og Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir eða þar til komið er að Skeiðarársandi en þar tekur við hálka eða hálkublettir,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×