Erlent

Egyptar réðust á ISIS í Líbíu

Vísir/AP
Egyptar gerðu í morgun loftárásir á bækistöðvar Íslamska ríkisins í Líbíu, nokkrum klukkustundum eftir að samtökin sendu frá sér myndband sem virðist sýna þegar tuttugu og einn kristinn Egypti er hálshöggvinn.

Ríkissjónvarpið í landinu segir að árásin hafi verið gerð í dögun á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna og vopnageymslur. Forsetinn Abdel Fattah al-Sisi segir Egypta í fullum rétti til að bregðast við en Íslamska ríkið virðist nú vera að eflast að burðum í nágrannaríkinu Líbíu, sem hefur í raun verið stjórnlaust frá því að einræðisherranum Gaddaffí var komið frá völdum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×