Fótbolti

Berlusconi vill ekki að selja ráðandi hlut í AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. Vísir/Getty
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, hefur engan áhuga á því að selja ráðandi hlut í ítalska fótboltafélaginu AC Milan en í dag fréttist af risatilboði frá tælenskum kaupsýslumanni.

Tælendingurinn Bee Taechaubol sem fer fyrir asíska einkahlutafélaginu Thai Prime Company Limited, hafði fyrr um daginn boðið Berlusconi einn milljarð evra fyrir meirihluta í félaginu.

Tælenskir fréttamiðlar hafa sagt frá því að Bee Taechaubol vildi að minnsta kosti eignast fimmtíu prósent hlut í félaginu en hafði þó ekki áhuga á því að kaupa allt félagið af Silvio Berlusconi.

Berlusconi, sem hefur átt AC Milan síðan snemma á níunda áratugnum, gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann lýsti því yfir að hann sé ekki tilbúinn að selja meirihluta í AC Milan.

AC Milan er í lægð en félagið hefur ekki unnið ítalska titilinn frá 2011. Liðið er nú í 11. sæti í deildinni eftir 1-1 jafntefli við Empoli um helgina. Liðið er 24 stigum á eftir toppliði Juventus.

AC Milan er nú með sinn fjórða þjálfara á árinu ári en þrátt fyrir öll vandræðin innan vallar þá er félagið ennþá það tíunda ríkasta í heimi samkvæmt úttekt Deloitte í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×