Viðskipti erlent

Snjallgleraugu Sony í forpöntun

Samúel Karl Ólason skrifar
Snjallgleraugu Sony þykja líta asnalega út.
Snjallgleraugu Sony þykja líta asnalega út. Vísir/AFP
Nokkrum vikum eftir að Google dregur sín gleraugu aftur að landi, setur Sony sín eigin gleraugu á markað. SmartEyglass, eru nú fáanleg í forpöntun fyrir forritara, fyrir um 110 þúsund krónur. Í kynningarmyndbandi Sony sést að gleraugun er hægt að nota til að spjalla við vini sína, fá leiðbeiningar og deila myndum svo eitthvað sé nefnt.

Erlendir miðlar sem fjallað hafa um gleraugun í morgun segja þau líta einkennilega út og jafnvel vera asnaleg.

Til að nota gleraugun þurfa þau að tengjast Android tæki og þeim fylgir hringlótt fjarstýring, sem tengist gleraugunum með snúru. Á vefnum Mashable segir að spurningar hafi vaknað með rafhlöðuendingu gleraugnanna, en þó er tekið fram að gleraugun séu enn í þróun.

Í gleraugunum er þriggja megapixla myndavél, Wi-Fi, Bluetooth, hátalarar, míkrófónn, hraðamælir, áttaviti og fleiri skynjarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×