Bílasala í Evrópu jókst um 6,2% í janúar Finnur Thorlacius skrifar 17. febrúar 2015 13:54 Chevrolet/Opel/Vauxhall seldist 15% meira í janúar en í sama mánuði í fyrra. Hér sést Opel Corsa. Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Líkt og á Íslandi er bílasala að aukast í Evrópu. Í fyrsta skipti í sex ár jókst bílasala í álfunni í fyrra og áframhald virðist vera á aukningu, því í síðasta mánuði jókst salan um 6,2%. Í löndum Evrópusambandsins og EFTA seldust 1,03 milljón bílar í janúar. Þrátt fyrir þennan vöxt nú eru væntingar hófstilltar og ekki búist við nema um 2% vexti í bílasölu í ár og mjög langt er í viðlíka sölu og var í Evrópu fyrir hrun. Af einstaka stærri bílaframleiðendum gekk Chevrolet/Opel best í janúar og söluaukningin þar 15%. Renault átti líka góðan mánuð með 10% aukningu. Sala hjá Volkswagen bílafjölskyldunni í heild var 6,6%, eða rétt yfir heildaraukningunni. Fiat/Chrysler jók söluna um 5,8%, en Fiat bílar seldust 3,6% betur en salan á Jeep þrefaldaðist, þökk sé mikilli sölu á Jeep Renegade. Ford jók söluna um 5,4%, en hjá PSA/Peugeot-Citroën minnkaði salan um 1,5%. Þannig þurrkaðist 3,5% aukning Renault út með 6% minnkun í sölu Citroën bíla. Meðal japanskra bílaframleiðenda gekk Nissan best með 35% aukningu, en Toyota/Lexus jók söluna um 8,5%. Hyundai náði 7,1% aukningu en Kia 5,5%. Benz jók söluna um 13% í álfunni, BMW um 5%, en Mini sem er í eigi BMW jók söluna um 23%. Í öllum 5 stærstu löndum Evrópu jókst salan, um 28% á Spáni, 11% á Ítalíu, 6,7% í Bretlandi, 6,2% í Frakklandi og 2,6% í Þýskalandi.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent