Ríkir Íslendingarnir verða ríkari: Þéna hærra hlutfall heildartekna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. febrúar 2015 16:15 Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum. Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Tekjuhæstu fimm prósent þjóðarinnar þénuðu 257,6 milljarða króna árið 2013. Það samsvarar 21,5 prósent af heildartekjum Íslendinga. Sama hlutfall var 17,6 prósent árið 2012. Hlutfallið náði hámarki árið 2007 þegar tekjuhæstu fimm prósentin þénuðu 33,2 prósent af heildartekjum en það fór lækkandi í kjölfar hrunsins. Árið 2012 og 2013 tóku tekjuhæstu 5 prósentin stærri sneið af tekjukökunni.Taka stærri hluta en árið áður Sé hópurinn þrengdur enn meira má sjá að tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði sem nemur 2,3 prósentum af heildartekjum þjóðarinnar. Það er langt frá þeim toppi sem hópurinn náði árið 2007, þegar tekjuhæsta 0,1 prósentið þénaði 10,2 prósent allra tekna. Sama er uppi á teningnum hjá þessum hópi og fimm prósent tekjuhæstu þegar kemur að vexti á milli ára. Árin 2012 og 2013 tók hópurinn hærra hlutfall tekna til sín en fyrstu árin eftir hrun.Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar. Í svarinu koma fram nokkuð ítarleg gögn um tekjur, eignir og eigið fé landsmanna frá árinu 2012 til 2013. Í gögnunum kemur skýrt fram að tekjuhæstu og eignamestu hópar þjóðarinnar hafa á þessu tímabili þénað og eignast stærra hlutfall en hin 95 prósent þjóðarinnar. Með öðrum orðum er bilið á milli þeirra ríkustu og fátækustu og launahæstu og launalægstu að aukast.Eiga margfalt meira en hinir Þar má til dæmis sjá að heildareignir þeirra fimm prósent landsmanna sem eiga mest námu 1.255,3 milljarða króna, eða 31,5 prósent af heildareignum þjóðarinnar. Eignamesta eina prósentið var 531,5 milljarður, sem nemur 13,3 prósentum og heildareignir 0,1 prósent landsmanna sem mest áttu voru 181,6 milljarðar króna. Það samsvarar 4,6 prósent af heildareignum allra landsmanna. Þetta segir hinsvegar aðeins hálfa söguna því að í gögnunum er hlutafjáreign metin á nafnvirði. Eignir ríkustu Íslendinganna eru því verulega vanmetnar. Þá má gera ráð fyrir enn hærri eignum vegna fasteigna en þær eru metnar á fasteignamatsverði, sem oft á tíðum er mun lægra en markaðsvirði eigna.200 fjölskyldur í 0,1 prósentinu Svarið byggir á gögnum fram embætti ríkisskattstjóra sem byggjast á skattframtölum einstaklinga. Gögnum er raðað eftir öllum fjölskyldunúmerum sem þýðir að hjón teljast saman sem einn. Hver hópur samanstendur því af einhleypingum og hjónum og telst einstaklingur sem sérstök fjölskylda frá 16 ára aldri í þessum upplýsingum. Tekjuhæsti 0,1 prósent hópurinn samanstendur af 140 til 200 fjölskyldum, eftir árum.
Alþingi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira