Coca Cola hættir við auglýsingaherferð eftir að hafa vitnað í Mein Kampf ingvar haraldsson skrifar 6. febrúar 2015 10:09 vísir/getty Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Coca Cola hefur hætt auglýsingaherferð sinni á Twitter undir nafninu „Make it Happy“. Fyrirtækið dró auglýsingaherferðina til baka eftir að bandaríski vefmiðillinn Gawker fékk Coca Cola til að birta upphaf bókarinnar Mein Kampf eftir Adolf Hitler.Auglýsingaherferð Coca Cola, sem upphaflega var kynnt á meðan Super Bowl stóð yfir, fólst í að fólk var beðið að svara neikvæðum tístum með #MakeItHappy. Þá svaraði sjálfvirkur aðgangur Coca Cola með því að birta upphaflegu tístin undir krúttlegum myndum. Til að mynda af sætum músum, pálmatrjám með sólgleraugu eða kjúklingum með trommukjuða og kúrekahatt segir í frétt The Guardian. Markmið herferðarinnar var að berjast gegn neikvæðni á samfélagsmiðlum sem og annars staðar á internetinu sagði í yfirlýsingu frá Coca Cola. Gawker bjó til aðgang á Twitter undir nafninu @MeinCoke sem birti sjálfvirkt setningar úr Mein Kampf. Í kjölfarið voru send út tíst merkt #MakeItHappy sem gerði það að verkum að Coca Cola birti setningar úr Mein Kampf sjálfvirkt með krúttlegum myndum. Coca Cola tók að lokum auglýsingaherferðina úr birtingu eftir að hafa birt talsverðan hluta Mein Kampf.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira