Aðildarríki Evrópusambandsins munu á næstu tveimur árum verja einum milljarði evra, um 150 milljörðum króna, til aðstoðar fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna ISIS og þeim ríkjum þar sem uppgangur ISIS hefur verið mestur.
Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sambandsins, segir í tilkynningu að þessi fjárveiting styrki viðbrögð sambandsins til aðstoðar þess að koma á friði og öryggi í heimshluta sem sé nálægur Evrópu og hafi of lengi þurft að glíma við hryðjuverk og ofbeldi.
Um 40 prósent fjárins verður varið í neyðaraðstoð til Sýrlands og Íraks, auk nágrannaríkja þeirra sem hafa þurft að taka við milljónum flóttamanna.
ESB veitir 150 milljörðum króna til fórnarlamba ISIS

Tengdar fréttir

Bandaríkin færa björgunarsveitir nær vígvellinum
Vilja auka öryggi flugmanna sem gera loftárásir gegn ISIS.

Loftárásir Jórdana „bara upphafið“
Utanríkisráðherra Jórdaníu segir að loftárásir Jórdaníuhers á stöðvar ISIS séu „bara upphafið að hefndaraðgerðum“ ríkisins.

ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi
Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri.