Innlent

Í vanda á Öxnadalsheiði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Auðunn
Björgunarsveitir frá Varmahlíð og Sauðárkróki aðstoða nú vegfarendur sem eru í vanda á Öxnadalsheiði. Heiðinni hefur nú verið lokað vegna slæms veður og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að vart sjáist út úr augum í Bakkaselsbrekku og þar sé ekkert ferðaveður.

Vegurinn um Vatnsskarð er einnig lokaður.

Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi hefur einnig verið kölluð út til aðstoðar slökkviliði eftir að eldur kom upp á eyðibýlinu Steinaborg. Þá lokaði björgunarsveitin Ernir á Bolungarvík veginum yfir Sandana í samráði við Vegagerðina. Þar er slæmt veður og mikil hálka. Búið er að hálkuverja veginn og opna fyrir umferð aftur.

Björgunarsveitin Árborg fór fyrr í dag í óveðursútkall eftir að tilkynnt var um gróðurhús sem var að fjúka á hliðina. Samkvæmt tilkynningunni tók það níu björgunarmenn rúma klukkustund að leysa málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×