Vinnur Jóhann Jóhannsson BAFTA verðlaun? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 12:12 Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Vísir/Getty Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér. BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér.
BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira