Innlent

Vél Icelandair gat ekki lent í Keflavík og fór til Reykjavíkur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Slæm veðurskilirði á Keflavíkurflugvelli komu í veg fyrir að hægt væri að lenda vélinni þar.
Slæm veðurskilirði á Keflavíkurflugvelli komu í veg fyrir að hægt væri að lenda vélinni þar. Vísir/Valli
Veður í Keflavík varð til þess að ekki var hægt að lenda flugvél Icelandair sem var á leið frá Kaupmannahöfn. Vélinni var lent á Reykjavíkurflugvelli vegna þessa. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Vélin er af gerðinni Boeing 757.

„Það sem gerðist var að hún var að koma inn til lendingar frá kaupmannahöfn og varð að hverfa frá vegna veðursins,“ segir hann um atvikið. Hann segir að vélin muni fljótlega taka á loft frá Reykjavík og lenda á Keflavíkurflugvelli með alla farþegana. Vélin er búin að vera á Reykjavíkurflugvelli í um klukkustund en vélinni var lent þar um 16.30.

„Það er verið að taka bensín. Hún er væntanleg til Keflavíkur innan skamms,“ segir Guðjón. 

Uppfært klukkan 21:07

Vélinni var flogið til Keflavíkur um sexleytið. Fáfnir Árnason náði flugtakinu á Reykjavíkurflugvelli á myndband sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×