Körfubolti

Bætti upp fyrir skemmdarverkin með fimm skoppa flautukörfu | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
DeMarcus Cousins, miðherji Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta, tryggði liðinu sigur gegn Phoenix Suns, 85-83, með flautukörfu í nótt.

Cousins tók skot í litlu jafnvægi rétt áður en flautan gall og skoppaði boltinn fimm sinnum á öllum hringnum áður en hann datt ofan í.

Þessi hæfileikaríki leikmaður er því hetjan í Sacramento í dag, en innan við vika er liðin síðan hann var skúrkurinn eftir ömurlegan varnarleik gegn Golden State á dögunum.

Það er í rauninni ekki hægt að kalla það sem Cousins bauð upp á þar varnarleik eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Hann leyfði leikmanni Golden State að hlaupa einum að körfunni og skora með hollí hú-troðslu.

Spekingar í Bandaríkjunum vilja sumir meina að Cousins hafi sagt mótherjanum að hann ætlaði ekki einu sinni að elta hann að körfunni. Í raun ekkert annað en skemmdarverk fyrir  sitt lið.

Hvort sem það er satt eða ekki má Cousins skammast sín fyrir þessa tilburði, en hann bætti að einhverju leyti upp fyrir „varnarleikinn“ um daginn með flautukörfunni í nótt.

Flautukörfuna í nótt má sjá í spilaranum hér að ofan en varnartilburðina ömurlegu gegn Golden State hér að neðan.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×