Innlent

Komu í veg fyrir að vegurinn færi í sundur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Starfsmenn Vegagerðarinnar voru að störfum í um tólf klukkustundir.
Starfsmenn Vegagerðarinnar voru að störfum í um tólf klukkustundir. Vísir
„Við urðum að moka í burtu snjóskafli undir brúnni til að koma vatninu í gegn,“ segir Ingi Björgvin Reynisson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Ingi Björgvin var að störfum í nótt en Holtavörðuheiðinni var lokað á ellefta tímanum í gærkvöldi þar sem vatn rann yfir veg í Norðurárdal.

Gríðarlega stór snjóskafl hafði myndast undir brú á svæðinu sem hafði þær afleiðingar að vatn tók að renna yfir veginn.

„Ef við hefðum ekki gripið inn í þá hefði vegurinn farið í sundur aðeins neðar, og þá sérstaklega þar sem vatnið rann yfir.“

Starfsmenn Vegagerðarinnar hófu störf um sexleytið í gærkvöldi og voru að til að ganga sex í morgun.

Hér að neðan má sjá myndband sem Jóhann K. Jóhannsson, myndatökumaður Stöðvar 2 tók á Holtavörðuheiðinni í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×