Eigandi Knicks sagði 73 ára gömlum manni að byrja að halda með Nets Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 17:15 James Dolan er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum NY Knicks. vísir/getty James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“ NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“
NBA Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira