Vara fólk við að tala um persónuupplýsingar nærri sjónvörpum Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2015 14:57 Sjónvarp Samsung á tæknisýningu. Vísir/EPA Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Eigendur snjallsjónvarpa frá Samsung hafa vakið athygli á því að í skilmálum sjónvarpanna segir að þau taki mögulega upp persónuleg samtöl á heimilum fólks og sendi til þriðja aðila. Um er að ræða sjónvörp sem bjóða upp á raddstýringu, en í skilmálunum varar Samsung fólk við því að ræða um persónuupplýsingar nálægt sjónvörpunum. Í skilmálunum segir: „Ef töluð orð ykkar innihalda persónu- eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, munu þær vera meðal gagna sem safnað er og eru send til þriðja aðila í gegnum raddstýringu sjónvarpsins.“ Samkvæmt vef Forbes geta eigendur slíkra sjónvarpa slökkt á raddstýringunni, en ekki á gagnaöfluninni. Því er ekki hægt að nota raddstýringuna án þess að samtöl fjölskyldna endi í höndum Samsung og samstarfsaðila þeirra. Talið er að þriðji aðilinn sé bandaríska fyrirtækið Nuance, sem þróaði raddstýringu Samsung. Left: Samsung SmartTV privacy policy, warning users not to discuss personal info in front of their TV Right: 1984 pic.twitter.com/osywjYKV3W— Parker Higgins (@xor) February 8, 2015 Samsung segir aftur á móti við Guardian að þessar áhyggjur séu óþarfar. „Við tökum persónuvernd notenda mjög alvarlega.“ Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins til Guardian. Þar segir að öllum notendum sé boðið að slökkva á raddstýringunni og að öll gögn séu dulkóðuð. Sé kveikt á raddstýringu sjónvarpsins séu sérstakar setningar sem hægt sé að nota til að stýra sjónvarpinu. Þá segir að á skjánum sé myndband af míkrófón þegar upptaka sé í gangi.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira