Fagna tíunda Stórmóti ÍR í nýju Laugardalshöllinni með nýju meti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 14:24 Vísir/Vilhelm Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll. Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum