Tesla slátrar 707 hestafla Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 12:42 Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent