Tesla slátrar 707 hestafla Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 12:42 Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent
Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent