Tesla slátrar 707 hestafla Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 12:42 Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda. Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent
Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda.
Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent