„Ég er bara svekktur. Við hefðum átt að vinna þennan leik,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson eftir jafnteflið gegn Frökkum í kvöld.
„En Frakkarnir eru örugglega líka svekktir enda jafn leikur. Bæði liðin hefðu getað stolið þessu en það vorum við sem fengu þessa lokasókn. En svo fór sem fór,“ bætti hann við en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Hann segir að það þýðir ekkert að velta því fyrir sér hvort það hefði mátt gera eitthvað betur í lokasókninni í leiknum.
„Leikurinn á í raun aldrei að ráðast á síðustu sókninni. Ég er bara ánægður með að hafa fengið eitt stig fyrst og fremst. En þetta voru svolítið kómískir ákvarðanir sem dómararnir tóku á leiknum og það bitnaði á báðum liðum. Maður vissi ekkert hvað maður mátti gera og hvað ekki.“
„Þetta var okkar besti leikur í þessari keppni, sem var kannski erfitt. Allt gekk vel og mjög jákvæður leikur sem við getum tekið með okkur í næsta leik.“
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera

Tengdar fréttir

Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka
Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik
Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail.

Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur
Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi.

Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið
Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna.