Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, fann strákanna í stúkunni í Doha í gær þar sem þeir sýndu stoltir nýjasta borðann sinn.
Strákarnir eru sjálfsögðu montnir af afreki litlu þjóðarinnar í Norður-Atlantshafi sem á fjóra þjálfara á heimsmeistaramótinu í Katar.
Á borðanum stendur: „Iceland. Biggest in World Handball" eða „Ísland, Stærst í heimi handboltans". Þeir vísa í þá skemmtilegu staðreynd að Ísland á flesta þjálfara á HM í handbolta í Katar.
Aron Kristjánsson þjálfar Ísland, Guðmundur Guðmundsson þjálfar Danmörku, Dagur Sigurðsson þjálfar Þýskaland og Patrekur Jóhannesson þjálfar Austurríki.
Þessi borði er einn af þremur hjá þeim félögum en það er óhætt að segja að þeir lífgi upp á íslenska hluta stúkunnar með þessum skemmtilegu borðum sínum og það getur enginn sagt neitt þótt að litla Ísland grobbi sig aðeins af afrekum handboltaþjálfara sinna.




