Fjórar íslenskar konur yfir þúsund stigin á Reykjavíkurleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2015 09:45 Aníta Hinriksdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Daníel Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Þrjár íslenskar konur náðu mjög flottum árangri á Reykjavíkurleikunum í frjálsíþróttum um helgina en þær fengu allar yfir þúsund IAAF-stig fyrir frammistöðu sína. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands. Íslenskar konur voru í efstu tveimur sætunum yfir bestan árangri í öllum greinunum, Aníta Hinriksdóttir var efst fyrir 800 metra hlaup sitt og nýtt íslenskt met Hafdísar Sigurðardóttur í langstökki kom henni upp í annað sætið. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR náði besta árangri allra keppenda mótsins en hún fékk 1103 stig fyrir að hlaupa 800 metra hlaupið á 2:02,88 mínútum. Aníta leiddi hlaupið frá upphafi og gaf keppinautum sínum lítinn möguleika á að fylgja sér eftir. Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,47 metra í langstökki sem gaf henni 1089 stig en í öðru sæti var Þjóðverjinn Nathalie Buschung með stökk upp á 6,18 metra sem skilaði henni 1026 stigum. Þriðja íslenska konan sem komst yfir þúsund stigin var hin fjórtán ára gamla Þórdís Eva Steinsdóttir sem fékk 1000 IAAF-stig fyrir að hlaupa 600 metra hlaup á 1:32,25 mínútum sem var nýtt aldursflokkamet hjá 15 ára stúlkum. Þórdís Eva bætti þar met Anítu Hinriksdóttur. Fjórða íslenska konan til að ná þúsund stiga grein var Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR sem sigraði í 60 metra hlaupi kvenna en hún kom í mark á 7,64 sekúndum. Tveir íslenskir karlar náðu einnig yfir þúsund stigin, Einar Daði Lárusson fékk 1040 stig fyrir að hlaupa 60 metra grindarhlaup á 8,10 sekúndum og Óðinn Björn Þorsteinsson fékk 1015 stig fyrir að kasta kúlunni 18,22 metra.Bestu afrek mótsins voru þessi: IAAF-Stig Nafn Fæð.ár Félag Árangur Grein 1103 Aníta Hinriksdóttir 1996 ÍR 2:02,88 800 metra hlaup 1089 Hafdís Sigurðardóttir 1987 UFA 6,47 Langstökk 1061 Victoria Sauleda 1992 Spánn 2:05,29 800 metra hlaup 1061 Daniel Gardiner 1990 Bretland 7,69 Langstökk 1040 Einar Daði Lárusson 1990 ÍR 8,10 60 metra grindahlaup 1026 Nathalie Buschung 1996 Þýskaland 6,18 Langstökk 1015 Óðinn Björn Þorsteinsson 1981 ÍR 18,22 Kúluvarp 1003 Þórdís Eva Steinsdóttir 2000 FH 1:32,25 600 metra hlaup
Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti