Frakkar efla eftirlit með grunuðum hryðjuverkamönnum Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2015 10:34 Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Vísir/AFP Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að skapa 2.680 ný störf og auka fjárframlög um 425 milljónir evra, jafnvirði 65 milljarða króna, vegna aukins eftirlits með grunuðum hryðjuverkamönnum. Manuel Valls, forsætisráðherra landsins, greindi frá þessu í morgun. Valls sagði aðgerðirnar nauðsynlegar til að fást við þá ógn sem stafar af auknum fjölda öfgamanna. Sagði hann þrjú þúsund manns nú vera undir eftirliti yfirvalda í landinu. Saksóknari hafði áður greint frá því að fjórir menn hafi verið ákærðir vegna hryðjuverkaárásanna í París fyrr í mánuðinum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa útvegað Amedy Coulibaly vopn en Coulibaly skaut lögreglukonu til bana þann 8. janúar og hélt fjölda fólks í gíslingu í matvöruverslun í austurhluta Parísar og myrti fjóra degi síðar. Bræðurnir Chérif og Said Kouachi réðust 7. janúar inn á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og drápu þar tólf manns. Bræðurnir og Coulibaly létust allir í aðgerðum lögreglu. Valls segir að lögreglu og öryggissveitum landsins verði færður aukinn búnaður og vernd þeirra aukin, meðal annars með skotheldum vestum.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23 Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22 Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag. 19. janúar 2015 19:23
Fimm Rússar gripnir í Frakklandi vegna áforma um hryðjuverk Mennirnir voru handteknir í bæjunum Béziers og Montpellier í syðri hluta Frakklands í gærkvöldi. 20. janúar 2015 15:22
Aukið samstarf við Arabaríki til að berjast gegn hryðjuverkum ESB boðar samvinnuverkefni með múslimaríkjum í kjölfar árásanna í París. Meðal annars stendur til að bæta arabískukunnáttu. 19. janúar 2015 23:43