Leikur Danmerkur og Þýskalands endaði með 30-30 jafntefli þar sem Danir unnu upp þriggja marka forskot á Þjóðverja á síðustu níu mínútunum.
Leikurinn var æsispennandi og jafn á nær öllum tölum og það reyndi því mjög mikið á íslensku þjálfarana í gær.
Þetta voru betri úrslit fyrir Þjóðverja sem töpuðu þarna fyrsta stigi sínu á mótinu en Danir hafa aftur á móti tapað tveimur stigum því þetta var annað jafntefli danska liðsins á heimsmeistaramótinu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbrot frá því í leiknum í gær en bæði Guðmundur og Dagur voru mjög litríkir á hliðarlínunni í leiknum. Báðir eru þeir frábærir þjálfarar en jafnframt mjög ólíkir.