Guðmundur: Ég trúi á íslenskan sigur Arnar Björnsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 16:30 Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var alsæll eftir sigur Dana á Rússum. Með sigrinum tryggðu Danir sér sæti í 16 liða úrslitum. Þjóðverjar eiga sigur vísan í riðlinum og takist Íslendingum að vinna Egypta mæta dönsku drengirnir hans Guðmundar mæti Íslendingum. Hvoru liðinu vill hann mæta? „Ég vona Íslendinganna vegna að þeir komist í 16 liða úrslitin. Það var erfiður dagur hjá þeim í gær en ég þekki þessa drengi vel og alla þá sem standa að liðinu og ég veit að þeir muni gera allt til að vinna Egypta. Það verður erfiður leikur en ég trúi á íslenskan sigur“. Hver er skýringin á því að íslenska liðið er ekki að spila betur en raun ber vitni? „Ég vil nú ekki gefa neinar skýringar. Það getur stundum gerst að menn finni sig ekki og það er slæmt þegar það gerist í mikilvægum leikjum á stórmóti. Þannig eru nú íþróttirnar. Ég veit ekki hvernig ásigkomulagið er á hópnum og hvort menn voru þreyttir eftir erfiðan leik á móti Frökkum. Þetta eru oft samverkandi þættir. Ég trúi á drengina og þeir hafa sýnt það oft áður“. Þú hefur verið í þessari stöðu. Hvernig heldurðu að Aroni líði þegar hann er að reyna að púsla þessu saman? „Það er alltaf erfitt að tapa leikjum á þennan hátt. Ég veit að þetta er sterkur hópur og góðir þjálfarar sem eru að vinna með liðið. Ég trúi því að þeir undirbúi liðið eins vel og þeir geta gegn Egyptum og sjá sjáum við til hvort liðið verður betra í þeim leik“. Er ekki skrítið að íslenska liðið hafi verið flengt í tveimur leikjum en eigi samt möguleika á því að komast áfram? „Ég vil nú ekki segja að liðið hafi verið flengt. Þeir áttu kannski ekki bestu byrjun í heimi. Mér finnst þeir hafa komið sterkt til baka. Gott að klára Alsírleikinn og spila frábæran leik á móti Frökkum. Það býr rosalega mikið í þessu liði og þetta er að mínu mati frábært lið“. Nú ertu búinn að koma Dönum í 16 liða úrslit. „Nú erum við komnir í16 liða úrslit þangað sem við stefndum. Það var gríðarlega mikilvægt að vinna Rússa. Það er mikil pressa á mér og liðinu að klára þann leik. Pólverjar verða næstu mótherjar og þeir eru með svakalegt lið. Margir segja að þeir séu með bestu skyttur heims. Það er alveg hægt að taka undir það. Þeir eru með líkamlega sterka og stóra leikmenn, góða línumenn og frábæra markmenn. Ég þekki marga af þessum leikmönnum og hef þjálfað þrjá þeirra og aðstoðarþjálfarann líka“. Mikil pressa á þér. Hvarflar það að þér þegar hamagangurinn er sem mestur, af hverju var ég að taka þetta hlutverk að mér. „Nei maður gerir það ekki. Ég var búinn að búa mig undir það. Það er stórkostlegt hvað áhugi á handbolta er mikill í Danmörku og maður á að þakka fyrir það. Ég reyni að svara eins heiðarlega og ég get þeim spurningum sem ég fæ og reyni að vera ég sjálfur þangað til yfir lýkur“. Nú eru margir kongar í liðinu. Finnur Guðmundur fyrir pressu frá þeim? „Nei menn eru ekki að velta því fyrir sér frekar að einbeita sér að leikkerfum. Þetta er griðarlega góður hópur sem ég er með“.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30 Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30 Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30 Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Leikmenn Þýskalands geta slakað á eftir góða frammistöðu á HM í Katar. 23. janúar 2015 12:30
Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Ísland í þriðja sæti riðilsins með sigri á Egyptalandi en fimmta sæti með jafntefli eða tapi. 23. janúar 2015 06:30
Mikkel kominn með sjö stoðsendinga forskot á Aron Daninn Mikkel Hansen er efstur í stoðsendingum eftir fjórar af fimm umferðum riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar en hann hefur tók forystusætið af Aroni Pálmarssyni í gær. 23. janúar 2015 07:30
Guðmundur: Hef ekki upplifað þetta á 25 ára þjálfaraferli Þjálfari danska liðsins óánægður með framkomu danskra fjölmiðla í gær. 23. janúar 2015 08:14