„Þeir hafa gríðarlega mikinn líkamlegan styrk en eru að sama skapi óagaðir. Þeir spila óhefðbundna vörn sem kalla mætti 1-5. Þeir eru mjög ákafir,“ sagði Gunnar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
„Til að vinna Egyptana þurfum við að leysa þeirra varnarleik en að sama skapi stöðva skytturnar þeirra sem eru öflugar.“
Hann segir að það sé engin spurning að landsliðið hafi getuna til að leysa þetta verkefni þó svo að það sé án Arons Pálmarssonar í kvöld.
„Við höfum fengið erfiðara verkefni en engu að síður verður þetta mjög erfitt. Við eigum að sjálfsögðu góðan möguleika en þetta snýst aðallega um okkur sjálfa og að hugarfarið sé í lagi.“
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).