Af hverju er Patrekur alltaf með "teipið“ á fingrunum? Arnar Björnsson í Katar skrifar 23. janúar 2015 18:23 Patrekur Jóhannesson með "teipið“ á fingrunum. Vísir/Eva Björk Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Patrekur Jóhannesson var alls ekkert spældur yfir því að Austurríki náði ekki að sigra Makedóníu í síðasta leiknum í B-riðlinum. Makedónía vann 36-30. Vendipunkturinn í leiknum var þegar leikstjórnandinn Vytautas Ziura fékk beint rautt spjald þegar 5 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 19-18, Austurríki í vil. Makedóníumenn náðu fimm marka forystu á næstu 5 mínútum og unnu öruggan sigur. Makedónía mætir Slóvenum í 16 liða úrslitum en Austurríki keppir við Katar. „Það var vont að missa Ziura af velli. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við prófuðum nýtt varnarafbrigði sem við reyndum fyrst gegn Íslendingum í apríl og höfum verið að æfa inná milli. Það gekk fínt en síðan lendum við þessum brottvísunum í byrjun seinni hálfleiks og það er vont gegn liði eins og Makedóníu. Þeir spila yfirtöluna einna best af liðunum á þessu móti og hafa gert undanfarin ár," segir Patrekur. Þið voruð sendir í skammarkrókinn hvað eftir annað í seinni hálfleik. „Já dönsku dómararnir voru mjög sérstakir, ég skyldi þá ekki og ég held að þeir hafi vitað hvað þeir voru að gera sjálfir. En þetta er hluti af þessu, maður má ekki láta þetta fara í taugarnar á sér," segir Patrekur. Þú gast fengið Slóveníu með sigri en sigur uppi með heimamenn í Katar, er það gott eða vont? „Það er bara gott, Slóvenía er með frábært lið og Katarar eru búnir að spila frábærlega svo ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Okkur var spáð því að við kæmust ekki upp úr riðlinum. Við skákuðum Bosníu og Íran og að við séum í þriðja sæti eftir riðlakeppnina er mjög gott," segir Patrekur. Eru þínir menn orðnir saddir eða viljið meira? „Við erum ekkert orðnir saddir, alls ekki. Aðalatriðið var að komast í 16 liða úrslit og við vitum það að við getum spilað fanta góðan handbolta. Ég er ánægðastur með karakterinn og hjartað í liðinu. Við erum að spila góðan og hraðan bolta á köflum og það er góður kraftur í liðinu. Bæði í sókn og vörn erum við að spila góðan handbolta. Það koma kaflar inná milli sem eru ekki jafngóðir en ég er ánægður með mitt lið," segir Patrekur. Af hverju ertu alltaf með „teipið“ á fingrunum í leikslok? „Það er farið núna, ég hefði kannski átt að horfa meira á það í leiknum. Þetta kemur frá vini mínum Jóhanni Inga. Það á að reyna að minna mig á að einbeita mér að leiknum en ekki dómurum. Ég hefði kannski átt að horfa meira á „teipið“ í dag," segir Patrekur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Patrek í spilaranum hér fyrir neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39 Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Tap hjá Patreki sem mætir Katar í 16-liða úrslitum Austurríki hafnaði í þriðja sæti B-riðils eftir tap gegn Makedóníu í dag. 23. janúar 2015 17:39
Fjórir leikir af átta klárir í sextán liða úrslitunum á HM Keppni í A- og B-riðli á HM í handbolta í Katar lauk í dag en Brasilía og Túnis voru síðustu þjóðirnar úr þessum riðlum til þess að tryggja sér farseðil í sextán liða úrslitin. 23. janúar 2015 17:51