Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi.
Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni.
Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark.
Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur.
Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans.
Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.

Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.
Efstu menn á markalistanum:
1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk
2. Žarko Marković (Katar) - 41
3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38
4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34
4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34
6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28
6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28
6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28
6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28
10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27
11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26
12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25
12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25
14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24
15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23
15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23
15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23
15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23
15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23