Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 10:00 Dragan Gajić skorar eitt 15 marka sinna gegn Hvíta-Rússlandi. vísir/getty Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23 HM 2015 í Katar Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23
HM 2015 í Katar Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira