Umfjöllun: Þýskaland - Egyptaland 23-16 | Lichtlein magnaður í sigri Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2015 14:48 Dagur Sigurðsson byrjar vel með þýska landsliðið. Vísir/Eva Björk Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins. HM 2015 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira
Þjóðverjar tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslit á HM í Katar með öruggum sigri, 23-16, á Egyptum í Lusail. Lærisveinar Dags Sigurðssonar voru sterkari aðilinn í leik dagsins. Egyptar áttu fá svör við sterkum varnarleik þeirra og frábærri markvörslu Carstens Lichtlein sem varði alls 23 skot í leiknum, eða 59% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þjóðverja bíður leikur gegn heimaliði Katar í 8-liða úrslitunum á miðvikudaginn. Leikurinn í Lusail Sports Arena fór rólega af stað og fyrsta markið kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Það gerði Steffen Weinhold sem hefur verið einn allra besti leikmaður Þjóðverja á mótinu. Þýskaland spilaði sterka vörn sem sóknarmenn Egypta áttu nær engin svör við. Þeir spiluðu hægt, losuðu boltann seint og leituðu endalaust inn á miðjuna þar sem þýska vörnin var sterkust fyrir. Þegar Egypyar náðu svo að skapa sér færi þá reyndist Carsten Lichtlein, markvörður Þjóðverja, þeim erfiður en hann var magnaður í þýska markinu í dag eins og áður sagði. Hann varði m.a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleik og átti hvað stærstan þátt í því að skotnýting Egyptalands í leiknum var aðeins 33%. Þjóðverjar komust í 4-1 og héldu Egyptum alltaf í þægilegri fjarlægð. Lærisveinar Dags náðu mest fimm marka forystu, 10-5, í fyrri hálfleik og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-8. Patrick Groetzki var í aðalhlutverki í sóknarleik Þýskalands en þessi frábæri hornamaður skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum í fyrri hálfleik. Félagi hans í vinstra horninu, Uwe Gensheimer, var markahæstur í liði Þjóðverja með sex mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Lærisveinar Dags hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu hreinlega yfir ráðalausa Egypta. Þjóðverjar skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiks og náðu átta marka forystu, 17-9. Sama ruglið réði ríkjum í sóknarleik Egypta sem skoruðu ekki fyrr en eftir níu mínútur í seinni hálfleik. Þeirra besti sóknarmaður, Ahmed El-Ahmar, náði sér engan veginn á strik, hékk lengi á boltanum og skoraði aðeins fjögur mörk úr 13 skotum. Þjóðverjar náðu mest tíu marka forskoti, 21-11, þegar tíu mínútur voru eftir. Dagur fór þá að setja minni spámenn inn á og við það slökknaði á leik Þýskalands. Egyptar komu framar í vörninni og söxuðu á forskotið. Þeir náðu þó aldrei að ógna forystu þýska liðsins verulega og svo fór að Þjóðverjar unnu sjö marka sigur, 23-16, og eru komnir í 8-liða úrslitin og um leið með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó 2016. Frábær árangur hjá Degi Sigurðssyni sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari þýska liðsins.
HM 2015 í Katar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira