NBA: Crawford með 19 stig í endurkomu Clippers í fjórða | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2015 08:30 Jamal Crawford. Vísir/Getty Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Los Angeles Clippers vann sinn fimmta sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Anthony Davis átti enn einn stórleikinn með New Orleans Pelicans og Oklahoma City Thunder vann án Kevin Durant.Jamal Crawford skoraði 19 af 23 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Clippers vann 102-98 endurkomusigur á Denver Nuggets en þetta var fimmti sigurleikur Clippers-liðsins í röð. Matt Barnes skoraði 18 stig fyrir Clippers, Blake Griffin var með 14 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar og Chris Paul skoraði 15 stig. Denver Nuggets var átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en varð að sætta sig við sjöunda tapið í röð. Ty Lawson var með 19 stig og 11 stoðsendingar hjá Denver og þeir Arron Afflalo og Wilson Chandler skoruðu 18 stig.Anthony Davis fór fyrir fjórða sigri New Orleans Pelicans í röð en Pelíkanarnir unnu þá 99-74 sigur á Philadelphia 76ers. Davis var með 32 stig, 10 fráköst og 4 varin skot í leiknum en Pelicans-liðið hefur ekki unnið fleiri leiki í röð á þessu tímabili. Ryan Anderson skoraði 18 stig fyrir New Orleans Pelicans, Eric Gordon var með 13 stig og Tyreke Evans gaf 12 stoðsendingar annað kvöldið í röð. K.J. McDaniels skoraði 16 stig í sjötta tapi Philadelphia 76ers í röð.Russell Westbrook var með 18 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 92-84 heimasigur á Minnesota Timberwolves en Thunder lék án Kevin Durant sem meiddist í tapinu á móti Cleveland Cavaliers kvöldið áður. Westbrook skoraði 11 stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann hitti úr 4 af 6 skotum sínum. Serge Ibaka bætti við 13 stigum og 19 fráköstum. Nýliðinn Andrew Wiggins skoraði 23 stig fyrir Minnesota Timberwolves og Thaddeus Young var með 22 stig.Zach Randolph var með 24 stig og 10 fráköst og Marc Gasol bætti við 16 stigum og 10 fráköstum þegar Memphis Grizzlies vann 103-94 heimasigur á Orlando Magic. Þetta var þriðji sigur Grizzlies-liðsins í röð á sama tíma og Orlando varð að sætta sig við sjötta tapið í röð. Nikola Vucevic var með 18 stig og 12 fráköst fyrir Orlando Magic.Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir Boston Celtics sem vann 99-90 útisigur á Utah Jazz. Prince kom til Boston frá Memphis 12. janúar síðastliðinn sem hluti af þriggja liða leikmannaskiptum og átti sinn besta leik með sínu nýja liði. Gordon Hayward skoraði 26 stig fyrir Utah en það dugði lítið. Það þurfti að fresta báðum heimaleikjum New York liðanna í gær vegna snjóstorms sem gekk yfir borgina í nótt.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Brooklyn Nets - Portland Trail Blazers Frestað New York Knicks - Sacramento Kings Frestað Memphis Grizzlies - Orlando Magic 103-94 New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 99-74 Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 92-84 Utah Jazz - Boston Celtics 90-99 Los Angeles Clippers - Denver Nuggets 102-98 Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins