Austurríki tapaði 29-27 á móti Katar í afar spennandi leik þar sem króatísku dómararnir Matija Gubica og Boris Milosevic áttu marga vafasama dóma í leiknum. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik en liðið var útaf í heilar fjórtán mínútur í leiknum.
„Mér fannst að dómgæslan hjá króatísku dómurunum hafi orkað tvímælis. Það voru margir dómar í þessum leik sem voru spurningamerki. Ég segi ekki að dómurunum hafi verið mútað en það voru atriði í leiknum þar sem sást að heimaliðið varð að fara áfram. Mér fannst það því miður svolítið línan í þessum leik," sagði Guðjón Guðmundsson.
Það var síðan farið yfir nokkra furðulega dóma í leiknum en alla umræðuna og umdeildu dómana má finna í myndbandinu hér fyrir ofan.
„Della", „Bíó" og „Á hvað er verið að dæma" kemur meðal annars frá Gaupa þegar hann fer yfir þessa stórfurðulegu dóma króatíska dómaraparsins. Nú getið þið dæmt sjálf með því að skoða þetta myndaband frá leiknum hér fyrir neðan.