Pólverjar tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM í handbolta eftir spennutrylli gegn Króötum.
Pólverjar leiddu í hálfleik, 10-12, en liðin héldust svo í hendur út allan síðari hálfleikinn. Gríðarleg spenna var í lokin en taugar Pólverja voru sterkari og þeir unnu, 22-24.
Pólverjar spila því við Katar í undanúrslitum en Katar vann tveggja marka sigur, 26-24, á Þjóðverjum.
Mariusz Jurkiewicz var markahæstur í liði Pólverja með sex mörk. Domagoj Duvnjak og Marco Kopljar skoruðu fimm mörk fyrir Króata.
