Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu
Anwar al-Awlaki var háttsettur meðlimur samtakanna sem var drepinn í dróna árás Bandaríkjanna í september árið 2011.
Kouachi sagði einnig í samtali við franska blaðmanninn, sem ræddi við hann á meðan lögreglan sat um hann og bróðir hans í gær, að hann og bróðir hans væru ekki morðingjar. „Við erum verjendur spámannsins. Við drepum ekki, við drepum ekki konur, við drepum engan. Við verjum spámanninn.“ Þá kom hluti sem skildist ekki, en hann hélt áfram.
„Við drepum ekki konur. Við erum ekki eins og þið, ekki eins og þið. Það voruð þið sem að drápuð (nafn sem skilst ekki) í Sýrlandi, ekki við. Við höfum heiður í Íslam.“
Blaðamaðurinn sagði þá: „Jæja, þið hafið náð hefnd. Þið myrtuð tólf manneskjur.“
„Það er rétt, vel sagt,“ sagði Kouachi. „Við höfum náð hefndum. Hafðu það. Þú sagðir það sjálfur.“
Sagði árásir sína og bræðranna vera samstilltar
Fjölmiðlar í Frakklandi ræddu einnig við Amedy Coulibaly sem myrti fjóra, hélt fjölda fólks í gíslingu í París og skaut lögregukonu til bana.
Hann sagði að árásir hans og bræðranna væru tengdar. Aðspurður hvort hann væri í sambandi við þá sagði hann: „Nei, við vorum samstilltir um hvenær við byrjuðum. Þá meina ég, þegar þeir réðust á Charlie Hebdo, byrjaði ég á lögreglunni.“