Fjölskylda Amedy Coulibaly, mannsins sem hneppti fjölda manns í gíslingu í matvöruverslun í París á föstudag, hefur fordæmt árásina. Coulibaly, sem féll sjálfur í aðgerðum lögreglu, drap fjóra þegar hann réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum.
Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. „Við fordæmum þennan verknað. Við deilum alls ekki þessum öfgafullu hugmyndum,“ sögðu þær í yfirlýsingunni, samkvæmt AFP. Þær sögðust vona að enginn myndi tengja verknaðinn við múslímatrú.
Coulibaly er einnig grunaður um að hafa drepið franska lögreglukonu á fimmtudag. Lögreglan leitar nú að fyrrverandi kærustu hans, Hayat Boumeddiene. AFP segir að hún sé farin frá Frakklandi og sé annaðhvort í Tyrklandi eða Sýrlandi. Hún var ekki stödd í landinu þegar árásirnar áttu sér stað eins og áður hafði verið talið.
Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna

Tengdar fréttir

Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu
Allir gíslatökumennirnir þrír féllu í aðgerðum lögreglu. Minnst fjórir gíslar létust einnig.

Leitin að Boumeddiene heldur áfram
Grunuð um aðild að voðaverkunum í París.

Önnur gíslataka í austurhluta París
Gíslatökumaðurinn og minnst fjórir gíslar létu lífið.