Ungur maður bjargaði fólki í gíslatökunni í París Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 23:38 Bathily lokaði fólk inn í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar og kom því þannig í öruggt skjól. Vísir/AFP Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna. Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Maður sem faldi hóp fólks, þar á meðal barn, í kæligeymslu í kjallara verslunarinnar þar sem Amedy Coulibaly réðist vopnaður inn og hélt fólki í gíslingu er fagnað sem hetju. Maðurinn, hinn 24 ára gamli múslími Lassana Bathily, hætti lífi sínu til að koma fólkinu í felur. „Þegar þau komu hlaupandi niður opnaði ég dyrnar að kæligeymslunni,“ sagði hann í samtali við franska sjónvarpsstöð. Bathily segist hafa slökkt ljósin og á kælinum sjálfum, sagt þeim að halda ró sinni og að vera þögul. Hann lokaði svo fólkið inni í frystinum og fór sjálfur upp í búðina. Lögreglan hélt að Bathily væri í slagtogi með Coulibaly þegar hann náði að sleppa í gegnum vörulyftu. „Þau sögðu við mig: „leggstu á jörðina, hendur ofan á höfuð.“ Þau handjárnuðu mig og héldu mér í fjóra og hálfan tíma eins og ég væri með þeim,“ sagði hann. Eftir að hafa verið leystur úr haldi gat hann gefið lögreglu upplýsingar um verslunina og hvar fólk væri í felum. Eftir að umsátrinu lauk komu margir af þeim sem Bathily hafði hjálpað og þökkuðu honum fyrir. „Þegar þau komu út þá þökkuðu þau mér,“ sagði hann. Fjölmargir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Bathily verði veitt viðurkenning fyrir að sýna slíkt hugrekki að hjálpa fólkinu í búðinni. Fjórir létu lífið þegar Coulibaly réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum en hann féll sjálfur í aðgerðum lögreglu þegar hún batt enda á gíslatökuna.
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Leitin að Boumeddiene heldur áfram Grunuð um aðild að voðaverkunum í París. 10. janúar 2015 17:57 Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29 Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44 Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Frakkland verður í viðbragðsstöðu næstu vikurnar Búist er við milljón manns á samstöðufund í París á morgun. 10. janúar 2015 14:29
Fjölskylda Coulibaly fordæmir gíslatökuna Móðir Coulibaly og systir hans hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa yfir samúð með fjölskyldum fórnarlambanna. 10. janúar 2015 22:44
Blaðamenn ræddu við árásarmennina – Myndbönd „Við erum að segja þér að við erum verjendur spámannsins,“ sagði Cherif Kouachi. 10. janúar 2015 15:33